Mars á morgun...kannski ég fái mér nammi
Hæ á ný!
Ég hef engar fréttir...alls engar fréttir...já guð minn góður ég hef ekkert að segja.
Mánudagurinn var ansi blár og gærdagurinn var á sama litaspjaldi, nema hvað að það var svona skvetta af rauðum lit blandað út í.
Ég eldaði mér þetta fína tortelini og hugsaði með mér að fá mér eins og eitt rauðvínsglas með. Nokkuð fljótlega urðu glösin fleiri og ég varð bara pissfullur. Sat hérna glápandi á kassann og megnið af því var bara með öðru auganu því nefndur rauður litur virtist hafa lamandi áhrif á annað augnlokið. Þriðjudagur not to remember.
Dagurinn í dag hefur verið öllu betri. Hjálpaði vinkonu minni af demantsveginum við að setja saman Power Point kynningu. Ég hélt ég kynni meira á þetta, en við lærðum helling í dag og núna rétt áðan náðist afraksturinn á geisladisk og með lagi og öllu. Ferlega skemmtilegt að taka þátt í þessu. Takk fyrir það.
Atvinnuleitin heldur áfram. Get ekki sagt að Danir séu að bíða í röðum með atvinnutilboðin. Reyndar fer ég í atvinnuviðtal í Köben í næstu viku. Var þar í síðustu viku hjá Mærsk, en eitthvað voru menn ósáttir við mig þar og ég var ekki boðaður í annað viðtal. Jæja, það var svo sem í lagi...enda smáfyrirtæki á ferð.
Marsmánuður að byrja...ég er búinn að vera atvinnulaus í 2 mánuði. Hreinlega ekki staða sem ég mæli með og fjárhagslega er þetta ekki heldur sterkur leikur. En með rísandi sól fer þetta væntanlega batnandi...vonandi.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá á ég að fá vinnu 12. apríl...kaffibollinn lýgur ekki.
Að lokum vil ég benda á þessa síðu hreinasta snilld.
kveðja í bili,
Arnar Thor....hey by the way...er að leita að vinnu!!!!!!!!
Ég hef engar fréttir...alls engar fréttir...já guð minn góður ég hef ekkert að segja.
Mánudagurinn var ansi blár og gærdagurinn var á sama litaspjaldi, nema hvað að það var svona skvetta af rauðum lit blandað út í.
Ég eldaði mér þetta fína tortelini og hugsaði með mér að fá mér eins og eitt rauðvínsglas með. Nokkuð fljótlega urðu glösin fleiri og ég varð bara pissfullur. Sat hérna glápandi á kassann og megnið af því var bara með öðru auganu því nefndur rauður litur virtist hafa lamandi áhrif á annað augnlokið. Þriðjudagur not to remember.
Dagurinn í dag hefur verið öllu betri. Hjálpaði vinkonu minni af demantsveginum við að setja saman Power Point kynningu. Ég hélt ég kynni meira á þetta, en við lærðum helling í dag og núna rétt áðan náðist afraksturinn á geisladisk og með lagi og öllu. Ferlega skemmtilegt að taka þátt í þessu. Takk fyrir það.
Atvinnuleitin heldur áfram. Get ekki sagt að Danir séu að bíða í röðum með atvinnutilboðin. Reyndar fer ég í atvinnuviðtal í Köben í næstu viku. Var þar í síðustu viku hjá Mærsk, en eitthvað voru menn ósáttir við mig þar og ég var ekki boðaður í annað viðtal. Jæja, það var svo sem í lagi...enda smáfyrirtæki á ferð.
Marsmánuður að byrja...ég er búinn að vera atvinnulaus í 2 mánuði. Hreinlega ekki staða sem ég mæli með og fjárhagslega er þetta ekki heldur sterkur leikur. En með rísandi sól fer þetta væntanlega batnandi...vonandi.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá á ég að fá vinnu 12. apríl...kaffibollinn lýgur ekki.
Að lokum vil ég benda á þessa síðu hreinasta snilld.
kveðja í bili,
Arnar Thor....hey by the way...er að leita að vinnu!!!!!!!!
Ummæli
Á meðan þú ert í atvinnuleysinu geturðu byrjað að telja niður PP ferðina góðu. Mannst bara þegar þú ræður þig í vinnu að fá frí föstudaginn 18. maí ;).
Kveðja úr brakandiblíðuveðrinu á Reykjanesi.
Guðrún